Fékk ekki réttlláta málsmeðferð vegna aðkomu læknaráðs 5. júlí 2007 18:30 Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í dag að mál Söru Lindar Eggertsdóttur níu ára fjölfatlaðrar stúlku sem hlaut alvarlegar heilaskemmdir eftir fæðingu hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti Íslands, einkum vegna aðkomu læknaráðs. Faðir stúlkunnar segir niðurstöðuna áfellisdóm yfir íslensku réttarkerfi en það sé léttir að 9 ára baráttu sé lokið. Mannréttindadómstóllinn dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða Söru Lind Eggertsdóttur 9 ára um sex og hálfa milljón króna í skaðabætur og eina og hálfa milljón í lögmannskostnað. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu hafði verið brotin og mál Söru Lindar ekki fengið réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti einkum vegna aðkomu Læknaráðs sem var matsaðili í málinu. Heimir Örn Herbertsson lögmaður Söru Lindar og fjölskyldu hennar segir að í dóm Mannréttindadómstóls hafi ekki þótt æskilegt að Hæstiréttur styddist við álit læknaráðs þar sem læknar í ráðinu störfuðu á Landspítalanum. Hlutleysis væri ekki gætt með slíku fyrirkomulagi. Sara Lind fæddist árið 1998 og var tekin með bráðakeisaraskurði. Hún veiktist alvarlega eftir fæðingu og var sett á sýklalyf. Æðarlegg var komið fyrir í Söru Lind sem var beygður og þar af leiðandi talinn hafa valdið því að blóðtappi myndaðist og súrefnisinntaka minnkað í kjölfarið. Talið er að Sara Lind hafi hlotið mikinn heilaskaða við þetta. Hún er í dag alvarlega fötluð í hjólastól og þarf aðstoð með allar daglegar athafnir. Foreldrar Söru Lindar höfðuðu mál gegn Landspítalanum árið 2001 og taldi Héraðsdómur Reykjavíkur að 100% örorku hennar mætti rekja til mistaka lækna við fæðingu og dæmdi henni 28 milljónir króna í skaðabætur. Hæstiréttur snéri dómnum við árið 2004 og sýknaði íslenska ríkið. Mannréttindadómstóllinn tók ekki afstöðu til hugsanlegra læknamistaka spítalans heldur einungis til málsmeðferðar. Eggert Ísólfsson faðir Söru Lindar segir mikinn létti að 9 ára baráttu sé loksins lokið og hann sé sáttur við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins. Hann segir dóminn vera áfellisdóm yfir íslensku réttarkerfi og áminningu fyrir Hæstarétt Íslands. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í dag að mál Söru Lindar Eggertsdóttur níu ára fjölfatlaðrar stúlku sem hlaut alvarlegar heilaskemmdir eftir fæðingu hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti Íslands, einkum vegna aðkomu læknaráðs. Faðir stúlkunnar segir niðurstöðuna áfellisdóm yfir íslensku réttarkerfi en það sé léttir að 9 ára baráttu sé lokið. Mannréttindadómstóllinn dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða Söru Lind Eggertsdóttur 9 ára um sex og hálfa milljón króna í skaðabætur og eina og hálfa milljón í lögmannskostnað. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu hafði verið brotin og mál Söru Lindar ekki fengið réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti einkum vegna aðkomu Læknaráðs sem var matsaðili í málinu. Heimir Örn Herbertsson lögmaður Söru Lindar og fjölskyldu hennar segir að í dóm Mannréttindadómstóls hafi ekki þótt æskilegt að Hæstiréttur styddist við álit læknaráðs þar sem læknar í ráðinu störfuðu á Landspítalanum. Hlutleysis væri ekki gætt með slíku fyrirkomulagi. Sara Lind fæddist árið 1998 og var tekin með bráðakeisaraskurði. Hún veiktist alvarlega eftir fæðingu og var sett á sýklalyf. Æðarlegg var komið fyrir í Söru Lind sem var beygður og þar af leiðandi talinn hafa valdið því að blóðtappi myndaðist og súrefnisinntaka minnkað í kjölfarið. Talið er að Sara Lind hafi hlotið mikinn heilaskaða við þetta. Hún er í dag alvarlega fötluð í hjólastól og þarf aðstoð með allar daglegar athafnir. Foreldrar Söru Lindar höfðuðu mál gegn Landspítalanum árið 2001 og taldi Héraðsdómur Reykjavíkur að 100% örorku hennar mætti rekja til mistaka lækna við fæðingu og dæmdi henni 28 milljónir króna í skaðabætur. Hæstiréttur snéri dómnum við árið 2004 og sýknaði íslenska ríkið. Mannréttindadómstóllinn tók ekki afstöðu til hugsanlegra læknamistaka spítalans heldur einungis til málsmeðferðar. Eggert Ísólfsson faðir Söru Lindar segir mikinn létti að 9 ára baráttu sé loksins lokið og hann sé sáttur við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins. Hann segir dóminn vera áfellisdóm yfir íslensku réttarkerfi og áminningu fyrir Hæstarétt Íslands.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira