Fékk ekki réttlláta málsmeðferð vegna aðkomu læknaráðs 5. júlí 2007 18:30 Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í dag að mál Söru Lindar Eggertsdóttur níu ára fjölfatlaðrar stúlku sem hlaut alvarlegar heilaskemmdir eftir fæðingu hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti Íslands, einkum vegna aðkomu læknaráðs. Faðir stúlkunnar segir niðurstöðuna áfellisdóm yfir íslensku réttarkerfi en það sé léttir að 9 ára baráttu sé lokið. Mannréttindadómstóllinn dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða Söru Lind Eggertsdóttur 9 ára um sex og hálfa milljón króna í skaðabætur og eina og hálfa milljón í lögmannskostnað. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu hafði verið brotin og mál Söru Lindar ekki fengið réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti einkum vegna aðkomu Læknaráðs sem var matsaðili í málinu. Heimir Örn Herbertsson lögmaður Söru Lindar og fjölskyldu hennar segir að í dóm Mannréttindadómstóls hafi ekki þótt æskilegt að Hæstiréttur styddist við álit læknaráðs þar sem læknar í ráðinu störfuðu á Landspítalanum. Hlutleysis væri ekki gætt með slíku fyrirkomulagi. Sara Lind fæddist árið 1998 og var tekin með bráðakeisaraskurði. Hún veiktist alvarlega eftir fæðingu og var sett á sýklalyf. Æðarlegg var komið fyrir í Söru Lind sem var beygður og þar af leiðandi talinn hafa valdið því að blóðtappi myndaðist og súrefnisinntaka minnkað í kjölfarið. Talið er að Sara Lind hafi hlotið mikinn heilaskaða við þetta. Hún er í dag alvarlega fötluð í hjólastól og þarf aðstoð með allar daglegar athafnir. Foreldrar Söru Lindar höfðuðu mál gegn Landspítalanum árið 2001 og taldi Héraðsdómur Reykjavíkur að 100% örorku hennar mætti rekja til mistaka lækna við fæðingu og dæmdi henni 28 milljónir króna í skaðabætur. Hæstiréttur snéri dómnum við árið 2004 og sýknaði íslenska ríkið. Mannréttindadómstóllinn tók ekki afstöðu til hugsanlegra læknamistaka spítalans heldur einungis til málsmeðferðar. Eggert Ísólfsson faðir Söru Lindar segir mikinn létti að 9 ára baráttu sé loksins lokið og hann sé sáttur við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins. Hann segir dóminn vera áfellisdóm yfir íslensku réttarkerfi og áminningu fyrir Hæstarétt Íslands. Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði í dag að mál Söru Lindar Eggertsdóttur níu ára fjölfatlaðrar stúlku sem hlaut alvarlegar heilaskemmdir eftir fæðingu hefði ekki fengið réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti Íslands, einkum vegna aðkomu læknaráðs. Faðir stúlkunnar segir niðurstöðuna áfellisdóm yfir íslensku réttarkerfi en það sé léttir að 9 ára baráttu sé lokið. Mannréttindadómstóllinn dæmdi í dag íslenska ríkið til að greiða Söru Lind Eggertsdóttur 9 ára um sex og hálfa milljón króna í skaðabætur og eina og hálfa milljón í lögmannskostnað. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu hafði verið brotin og mál Söru Lindar ekki fengið réttláta málsmeðferð fyrir Hæstarétti einkum vegna aðkomu Læknaráðs sem var matsaðili í málinu. Heimir Örn Herbertsson lögmaður Söru Lindar og fjölskyldu hennar segir að í dóm Mannréttindadómstóls hafi ekki þótt æskilegt að Hæstiréttur styddist við álit læknaráðs þar sem læknar í ráðinu störfuðu á Landspítalanum. Hlutleysis væri ekki gætt með slíku fyrirkomulagi. Sara Lind fæddist árið 1998 og var tekin með bráðakeisaraskurði. Hún veiktist alvarlega eftir fæðingu og var sett á sýklalyf. Æðarlegg var komið fyrir í Söru Lind sem var beygður og þar af leiðandi talinn hafa valdið því að blóðtappi myndaðist og súrefnisinntaka minnkað í kjölfarið. Talið er að Sara Lind hafi hlotið mikinn heilaskaða við þetta. Hún er í dag alvarlega fötluð í hjólastól og þarf aðstoð með allar daglegar athafnir. Foreldrar Söru Lindar höfðuðu mál gegn Landspítalanum árið 2001 og taldi Héraðsdómur Reykjavíkur að 100% örorku hennar mætti rekja til mistaka lækna við fæðingu og dæmdi henni 28 milljónir króna í skaðabætur. Hæstiréttur snéri dómnum við árið 2004 og sýknaði íslenska ríkið. Mannréttindadómstóllinn tók ekki afstöðu til hugsanlegra læknamistaka spítalans heldur einungis til málsmeðferðar. Eggert Ísólfsson faðir Söru Lindar segir mikinn létti að 9 ára baráttu sé loksins lokið og hann sé sáttur við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins. Hann segir dóminn vera áfellisdóm yfir íslensku réttarkerfi og áminningu fyrir Hæstarétt Íslands.
Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira