Innlent

Dæmdur fyrir vörslu fíkniefna á Þjóðhátíð

MYND/ Guðmundur Þórir Steinþórsson

Karlmaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands til sektargreiðslu fyrir að hafa í vörslu sinni um 15 grömm af amfetamíni á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum á síðasta ári. Fíkniefnin fundust á manninum við reglubundið eftirlit lögreglu í Herjólfsdal og var hann upphaflega ákærður fyrir að hafa efnið í fórum sínum í söluskyni.

Ákærði neitaði því að hafa ætlað að selja efnið á hátíðinni og í framhaldi af því féll sækjandi frá því í verknaðarlýsingu. Dómari dæmdi manninn til þess að greiða 142.500 krónur í sekt til ríkissjóðs, en ella sæta fangelsi í tíu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×