Enski boltinn

Spáð í spilin: Everton v Wigan

Sparkspekingar eru á einu máli um að hlutskipti þessara liði verði ansi ólíkt á tímabilinu. Wigan rétt náði að bjarga sér frá falli í fyrra á meðan Everton tryggði sér Evrópusæti. Wigan hefur ekki styrkt sig nægilega í sumar til að geta átt von á öðru en fallbaráttu í vetur en Everton menn eru til alls líklegir.

Það sem gerir árangur Everton áhugaverðan er sú staðreynd að launakostnaður félagsins í fyrra var 37 milljónir punda á meðan Liverpool eyddi 67 milljónum punda í laun leikmanna.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Sýn Extra3 kl: 13:45

Liðin á leikmannamarkaðnum:

Everton

Inn:

Phil Jagielka frá Sheffield Utd á 4milljónir punda.

Steven Pienaar frá Borussia Dortmund á láni

Leighton Baines frá Wigan á 5 miljónir punda

Út:

James Beattie til Sheffield Utd á 4milljónir punda

Richard Wright til West Ham á frjálsri sölu

Gary Naysmith til Sheffield Utd á 1 milljón punda

 

Wigan

Inn:

Titus Bramble og Antoine Sibierski komu frítt frá Newcastle

Mario Melchiot kom frítt frá Rennes

Andreas Gramqvist kom frítt frá Helsingborg

Jason Koumas kom frá West Brom fyrir 5.3 milljónir punda.

Michael Brown kom frá Fulham fyrir 2 milljónir punda.

Út:

Leighton Baines er seldur til Everton fyrir 5 milljónir punda.

Arjen de Zeeuw og David Unsworth eru látnir fara.

Lee McCulloch er seldur til Rangers á 2.25 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×