Spáð í spilin: Sunderland v Tottenham Andri Ólafsson skrifar 11. ágúst 2007 10:22 Keane segir mikilvægt að byrja vel Fyrsti leikur tímabilsins er á milli þeirra liða sem hvað mesta eftirvæntingu hafa vakið. Tottenham er það lið sem talið er eiga mestu möguleikana á að brjótast sér leið að efstu fjórum sætunum sem að öllu jöfnu virðast vera frátekin fyrir United, Chelsea Liverpool og Arsenal. Sunderland er svo það lið af nýliðunum sem talið er eiga mestu möguleikanan á að halda sér í úrvalsdeildinni. En til þess að þetta verði að veruleika þurfa bæði liðin að byrja vel og því verður barist hart fyrir öllum stigunum í dag. Takmark Tottenham fyrir tímabilið er er ekki svo langsótt. Liðið náði 60 stigum í fyrra, komst í 8-liða úrslit í UEFA keppninni og í undanúrslitin í deildarbikarnum, fyrir utan að spila skrambi skemmtilega fótbolta. Sérfræðingar eru almennt á þeirri skoðun að með ögn sterkari varnarleik og meiri stöðugleika ætti Tottenham að geta velgt vinum sínum í Arsenal undir uggum og jafnvel tryggt sér meistaradeildarsæti í fyrsta sinn Það þarf mikið að ganga upp hjá Sunderland ef liðið ætlar að halda sér uppi. Ástæðan er einfaldlega sún að munurinn á efstu og næst efstu deild í Englandi er gríðarlegur. Því er ljóst að mikið mun mæða á nýju leikmönnum liðsins. Í þá hefur verið eytt mikið af peningum og til þeirra eru gerðar miklar væntingar. Roy Keane segir að lykillinn að velgengni í ár sé að byrja vel og vinna á heimavelli. Hans menn ættu því að koma dýrvitlausir til leiks í dag. Þess má geta að stuðningsmenn Sunderland þykja með þeim allra hörðustu og munu án efa láta finna fyrir sér á The Stadium of Light í dag. Leikurinn hefst klukkan 11:25 og er í beinni útsendingu á Sýn2 Liðin á leikmannamarkaðinum Sunderland Inn: Bakvörðurinn Greg Halford kom frá Reading. Hann er 22 ára. Miðvörðurinn Russell Anderson kom frá Aberdeen fyrir 1 milljón punda. Hann er 28 ára. Sóknarmaðurinn Michael Chopra kom frá Cardiff á 5 milljónir punda. Hann er 23 ára gamall. Vængmaðurinn Kiearan Richardson kom frá Manchester United á 5.5 milljónir punda. Hann er 22 ára. Nígeríski miðjumaðurinn Dickson Etuhu kom frá Norwich á 1.5 milljón punda. Varnarmaðurinn Paul McShane kom frá WBA fyrir 2.5 milljónir. McShane er 21 árs Norður-Íri Markvörðurinn Craig Gordon er keypur á 9 milljónir punda frá Hearts. Gordon er þriðji dýrasti markvörður sögunar. Út Spænski miðjumaðurinn Arnau Riera fór til Falkirk Sóknarmaðurinn Stephen Elliot fór til Wolves. Hann er 23 ára. Bakvörðurinn Stephen Wright fór til Stoke á láni. Wright lék eitt sinn með Liverpool. Tottenham Inn: Bakvörðurinn Gareth Bale kom frá Southampton á 10 milljónir punda. Miðjumaðurinn Adel Taarabt kom frá Lens eftir að hafa verið á láni síðan í Janúar. Sóknarmaðurinn Darren Bent kom frá Charlton á 16.5 milljónir punda. Bent er 23 ára. Varnarmaðurinn Younes Kaboul kom frá Auxerre fyrir 8 milljónir punda. Miðjumaðurinn Kevin-Prince Boateng kom frá Hertha Berlin fyrir 5.4 milljónir punda. Út Varaliðsmarkvörðurinn Robert Bursch fer á frjálsri sölu til Sheffield Wednesday. Hann er 23 ára.Varnarmaðurinn Reto Ziegler fer til Sampdoria eftir að hafa verið þar á láni í fyrra. Hann er 21 árs. Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Fyrsti leikur tímabilsins er á milli þeirra liða sem hvað mesta eftirvæntingu hafa vakið. Tottenham er það lið sem talið er eiga mestu möguleikana á að brjótast sér leið að efstu fjórum sætunum sem að öllu jöfnu virðast vera frátekin fyrir United, Chelsea Liverpool og Arsenal. Sunderland er svo það lið af nýliðunum sem talið er eiga mestu möguleikanan á að halda sér í úrvalsdeildinni. En til þess að þetta verði að veruleika þurfa bæði liðin að byrja vel og því verður barist hart fyrir öllum stigunum í dag. Takmark Tottenham fyrir tímabilið er er ekki svo langsótt. Liðið náði 60 stigum í fyrra, komst í 8-liða úrslit í UEFA keppninni og í undanúrslitin í deildarbikarnum, fyrir utan að spila skrambi skemmtilega fótbolta. Sérfræðingar eru almennt á þeirri skoðun að með ögn sterkari varnarleik og meiri stöðugleika ætti Tottenham að geta velgt vinum sínum í Arsenal undir uggum og jafnvel tryggt sér meistaradeildarsæti í fyrsta sinn Það þarf mikið að ganga upp hjá Sunderland ef liðið ætlar að halda sér uppi. Ástæðan er einfaldlega sún að munurinn á efstu og næst efstu deild í Englandi er gríðarlegur. Því er ljóst að mikið mun mæða á nýju leikmönnum liðsins. Í þá hefur verið eytt mikið af peningum og til þeirra eru gerðar miklar væntingar. Roy Keane segir að lykillinn að velgengni í ár sé að byrja vel og vinna á heimavelli. Hans menn ættu því að koma dýrvitlausir til leiks í dag. Þess má geta að stuðningsmenn Sunderland þykja með þeim allra hörðustu og munu án efa láta finna fyrir sér á The Stadium of Light í dag. Leikurinn hefst klukkan 11:25 og er í beinni útsendingu á Sýn2 Liðin á leikmannamarkaðinum Sunderland Inn: Bakvörðurinn Greg Halford kom frá Reading. Hann er 22 ára. Miðvörðurinn Russell Anderson kom frá Aberdeen fyrir 1 milljón punda. Hann er 28 ára. Sóknarmaðurinn Michael Chopra kom frá Cardiff á 5 milljónir punda. Hann er 23 ára gamall. Vængmaðurinn Kiearan Richardson kom frá Manchester United á 5.5 milljónir punda. Hann er 22 ára. Nígeríski miðjumaðurinn Dickson Etuhu kom frá Norwich á 1.5 milljón punda. Varnarmaðurinn Paul McShane kom frá WBA fyrir 2.5 milljónir. McShane er 21 árs Norður-Íri Markvörðurinn Craig Gordon er keypur á 9 milljónir punda frá Hearts. Gordon er þriðji dýrasti markvörður sögunar. Út Spænski miðjumaðurinn Arnau Riera fór til Falkirk Sóknarmaðurinn Stephen Elliot fór til Wolves. Hann er 23 ára. Bakvörðurinn Stephen Wright fór til Stoke á láni. Wright lék eitt sinn með Liverpool. Tottenham Inn: Bakvörðurinn Gareth Bale kom frá Southampton á 10 milljónir punda. Miðjumaðurinn Adel Taarabt kom frá Lens eftir að hafa verið á láni síðan í Janúar. Sóknarmaðurinn Darren Bent kom frá Charlton á 16.5 milljónir punda. Bent er 23 ára. Varnarmaðurinn Younes Kaboul kom frá Auxerre fyrir 8 milljónir punda. Miðjumaðurinn Kevin-Prince Boateng kom frá Hertha Berlin fyrir 5.4 milljónir punda. Út Varaliðsmarkvörðurinn Robert Bursch fer á frjálsri sölu til Sheffield Wednesday. Hann er 23 ára.Varnarmaðurinn Reto Ziegler fer til Sampdoria eftir að hafa verið þar á láni í fyrra. Hann er 21 árs.
Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira