Innlent

Krían komin á Nesið

MYND/KK

Krían er komin vestast á Seltjarnarnesið. Vegfarandi sem var í göngutúr þar í morgun og hafði samband við fréttastofu sagðist hafa orðið var við hana og að hún hefði kallað á sig.

Vestast á Nesinu hefur löngum verið blómlegt kríuvarp en í fyrra bar svo að við að algjör viðkomubrestur varð hjá fuglinum og komust fáir ungar á legg.

Kenna menn þar um skorti á sandsíli sem krían leggur sér til munns. Vonast menn til að meira verði af sílinu í ár en vart hefur orðið við það á Breiðafirði og í nágrenni Vestmannaeyja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×