Innlent

Steingrímur J. vill netlöggu

Steingrímur J. Sigfússon hjá Agli Helgasini í Silfrinu.
Steingrímur J. Sigfússon hjá Agli Helgasini í Silfrinu.

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, vill setja á fót netlöggu, til þess að hindra aðgang að klámi og annarri óáran, á netinu. Steingrímur lét þessi orð falli í Silfri Egils á Stöð 2 í dag. Það var verið að ræða um klámráðstefnuna sem ekki fékk inni á Íslandi, og Egill spurði Steingrím hvort hann vildi þá ekki ganga lengra og skera upp herör gegn öllu klámi.

Steingrímur kvað já við. Hann sagðist vilja stofna netlögreglu sem meðal annars og einkum ætti að koma í veg fyrir klámdreifingu á netinu. Steingrímur kvaðst einnig vera á móti nektar og súlustöðum, og ef hann fengi að ráða myndi hann reyna að koma þeim úr landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×