Enski boltinn

Wenger: Við getum orðið bestir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að gríðarlegur metnaður sinn hafi ýtt sér áfram í að skrifa undir nýjan samning við félagið. Wenger segir að Arsenal eigi möguleika á að verða besta knattspyrnulið heims.

„Ég vil ná eins langt með þetta lið og hægt er. Þetta lið samanstendur af ungum og mjög metnaðarfullum leikmönnum. Ég og liðið deilum sama metnaði. Allir hjá Arsenal vilja hjálpast að í því markmiði að gera félagið það besta í heimi," sagði Wenger.

„Þetta er ekki flókið. Ég vil vinna enska meistaratitilinn, Meistaradeild Evrópu og sýna stöðugleika. Ég hef mikla trú á þessu liði og veit að við getum þetta," sagði Wenger.

David Dein, fyrrum stjórnarmaður Arsenal, sagði í viðtali fyrir helgina að Wenger hefði alvarlega íhugað að hætta sem knattspyrnustjóri Arsenal í sumar. Á endanum ákvað Wenger þó að vera áfram og skrifaði undir nýjan samning til 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×