Innlent

Grunnskólanemendur á Stöðvarfirði kanna mengun í þorpinu

MYND/GVA

Stöðfirðingar aka að meðaltali 188 kílómetra innanbæjar og heila 1108 kílómetra utanbæjar. Bifreiðar bæjarbúa blása því um 370 tonnum af koltvísíringi á ár eða um 30,8 tonnum á mánuði. Þetta kemur fram í könnun sem nemendur í 9. og 10. bekk grunnskólans hafa unnið að í vetur.

Í vetur hefur 9. og 10. bekkur Grunnskólans á Stöðvarfirði kannað mengun vegna útblásturs bifreiða í þorpinu. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hve mikið Stöðfirðingar mengi, og hvað þeir geta gert til að draga úr menguninni. Krakkarnir gerðu könnun sem við borin var í hús í þorpinu. Viku seinna var svörunum safnað saman útblástur bifreiða á Stöðvarfirði reiknaður út.

Að meðaltali aka Stöðfirðingar um 188 kílómetra innanbæjar hvern mánuð. Utanbæjar akstur er að meðaltali 1108 kílómetra á mánuði. Skýringu á þessum mikla utanbæjarakstri segja krakkarnir vera þá að þorpsbúar þurfi að leita leita út fyrir byggðarlagið eftir nær allri þjónustu auk þess sem margir vinni utan þorpsins.

Stöðfirðingar, eða bifreiðar þeirra, blása því samkvæmt rannsókninni út 370 tonnum af koltvísíringi á ári, eða 30,8 tonnum á mánuði. Sé miðað við íbúafjölda á Stöðvarfirði þann 1. desember 2006 en hann var 231, er útblásturinn á hvern íbúa 1,6 tonn á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×