Enski boltinn

Cech segir Chelsea ekki á réttri leið

Elvar Geir Magnússon skrifar
Petr Cech í leiknum gegn Rosenborg.
Petr Cech í leiknum gegn Rosenborg.

Petr Cech, markvörður Chelsea, segist hafa áhyggjur af spilamennsku liðsins á þessari leiktíð. Hann viðurkennir að liðið sé ekki á réttri leið.

„Við höfum verið að sækja meira á þessu tímabili en því síðasta. Samt gengur okkur mjög illa að skora, við erum ekki að nýta færin. Þegar við eigum 29 skot eins og gegn Rosenborg en skorum aðeins eitt mark þá hefur maður áhyggjur," sagði Cech.

„Heppnin hefur ekki verið með okkur. Svo erum við að fá of mörg mörk á okkur. Það skapast miklu meiri hætta upp við mark okkar en áður þegar andstæðingurinn fær aukaspyrnu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×