Enski boltinn

Þrettán mínútur en ekki meir

Elvar Geir Magnússon skrifar
Oubina meiddist gegn Liverpool.
Oubina meiddist gegn Liverpool.

Borja Oubina lék sinn fyrsta leik fyrir Birmingham um helgina þegar liðið gerði markalaust jafntefli gegn Liverpool. Hann náði þó aðeins þrettán mínútum áður en hann meiddist og nú er ljóst að hann mun ekki leika fótbolta næsta hálfa árið.

Oubina kom á lánssamningi til Birmingham frá spænska liðinu Celta Vigo. Hann sleit krossbönd í leiknum á Anfield. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir okkur. Hann var búinn að sýna það á æfingum hve sterkur leikmaður hann er," sagði Steve Bruce, stjóri Birmingham.

Oubine lenti í svipuðum meiðslum árið 1997 í hægra hné en þessi meiðsli eru á því vinstra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×