Enski boltinn

Benítez: Reina ekki á förum

Elvar Geir Magnússon skrifar
Jose Reina.
Jose Reina.

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að blaðamaðurinn sem skrifaði fréttir þess efnis að Jose Reina gæti verið á leið til Atletico Madrid sé ekki mjög fær á sínu sviði.

Benítez segir það tóma þvælu að Reina sé að hugsa sér til hreyfings enda skrifaði þessi knái markvörður nýlega undir samning til ársins 2012.

„Það voru einhver lið sem sýndu honum áhuga áður en hann skrifaði undir þennan nýja samning. Ég get allavega lofað ykkur því að Reina verður hér áfram, enda er hann mjög ánægður hjá Liverpool," sagði Benítez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×