Enski boltinn

Tevez hlakkar til að spila með Rooney

Elvar Geir Magnússon skrifar
Carlos Tevez.
Carlos Tevez.
Argentínski sóknarmaðurinn Carlos Tevez segir að hann geti ekki beðið eftir því að Wayne Rooney snúi til baka eftir meiðsli. Tevez kom til United í sumar og hlakkar honum til að spila við hlið Rooney.

„Það verður frábært að fá að spila með Rooney. Ég er kominn í besta lið í heimi og er að spila með nokkrum af bestu leikmönnum heims. Svo er líka frábært að vera með knattspyrnustjóra eins og Sir Alex, hann styður mig alltaf," sagði Tevez.

Tevez er 23. ára en hann hefur enn ekki náð að sýna sömu takta fyrir Manchester United eins og hann gerði með West Ham á síðasta leiktímabili.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×