Innlent

Kannað hvort Ómar hafi valdið umhverfisspjöllum

Verið er að kanna hvort Ómar Ragnarsson hafi valdið umhverfisspjöllum með flugvallargerð í grennd við Kárahnjúka samkvæmt ábendingu um að svo sé.

Ábendingin barst sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs um helgina þar sem Skarphéðinn Smári Þórhallsson sér um dreifbýlis- og hálendismál. Hann segir að þetta sé ekki formleg kæra, en engu að síður verði málið kannað.

Ómar sé sagður hafa valtað svæði á Sauðamel með því að draga með bíl valtara um svæðið og mála steina til að afmarka flugbraut en ekki sé búið að kanna ummerki. Það er einmitt völlurinn sem Ómar notaði þegar hann bauð alþingismönnum í flugferðir yfir kárahnjúkasvæðið í fyrrasumar, þannig að spurningar gætu vaknað um samsekt þeirra.

Annar flugvöllur Ómars er í sjálfu lónsstæðinu og fer á kaf, en við hann stendur bíll sem talinn er vera frá Ómari og þarf að forða. Skarphéðinn Smári segist hafa haft samband við Landsvirkjum um að gera það í samráð við Ómar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×