Lífið

Prison Break leikari á leið í fangelsi?

Lane Garrison gæti átt yfir höfði sér langan fangelsisdóm en hann hefur reynslu af því að sitja inni frá hlutverki sínu í Prison Break.
Lane Garrison gæti átt yfir höfði sér langan fangelsisdóm en hann hefur reynslu af því að sitja inni frá hlutverki sínu í Prison Break. MYND/Getty Images

Leikarinn Lane Garrison, sem leikur David ,,Tweener" Apolskis í sjónvarpsþáttunum Prison Break, hefur verið ákærður fyrir manndráp. Hann lenti í bílslysi en í því lést 17 ára drengur og tvær 15 ára stúlkur slösuðust.

Lane Garrison var einnig ákærður fyrir að aka undir áhrifum og fyrir að veita unglingum áfengi. Hann á yfir höfði sér meira en sex ára fangavist verði hann fundinn sekur.

Lögmaður leikarans segir hann ekki muna eftir slysinu og að hann hafi aðeins drukkið eitt glas af áfengi umrætt kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.