Innlent

Lítið barn í dópgreni í Breiðholti

MYND/Guðmundur

Lögreglan handtók tvo karla og konu eftir að töluvert magn fíkniefna fannst við húsleit í Breiðholti í nótt. Kom til átaka á milli lögreglu og annars mannanna við handtöku.

Fram kemur í tilkynningu lögreglunnar að amfetamín, hass og kannabis hafi fundist í húsinu en við leitina notaði lögreglan sérþjálfaðan lögregluhund. Þegar lögreglan kom á vettvang var konan og ung dóttir hennar staddar í íbúðinni og var barnaverndaryfirvöldum því gert viðvart.

Mennina tvo bar svo að þegar lögregla var á vettvangi og reyndi annar þeirra að losa sig við fíkniefni á stigagangi hússins. Lét hann mjög ófriðlega og beitti lögregla varnarúða og kylfu til að hemja hann. Þremenningarnir eru enn í yfirheyrslu eftir því sem lögregla segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×