Gagnrýna Eyjólf harðlega 24. október 2007 11:01 AFP Þrír af íslensku landsliðsmönnunum í knattspyrnu gagnrýna Eyjólf Sverrisson landsliðsþjálfara harðlega í grein sem norska netmiðilinn Nettavisen birtir í dag um ástandið á íslenska landsliðinu. Þeir Gunnar Heiðar Þorvaldsson hjá Valerenga, Indriði Sigurðsson hjá Lyn og Ólafur Örn Bjarnason hjá Brann láta allir skoðun sína í ljós í greininni og ef marka má ummæli þeirra hafa þeir gefist upp á landsliðsþjálfaranum eins og þorri stuðningsmanna liðsins. "Ég veit að margir af landsliðsmönnunum vilja breyta til og vilja fá útlendan þjálfara sem sér hlutina öðruvísi," sagði Indriði. "Allir leikmennirnir eru sammála um að árangur liðsins sé alls ekki viðunandi." Gunnar Heiðar Þorvaldsson segir að úrslitin í síðustu leikjum tali sínu máli. "Við eigum auðvitað að fara létt með að vinna þjóðir eins og Liechtenstein og þegar við töpum 3-0 fyrir liði á borð við Liechtenstein tala úrslitin sínu máli. Þar voru leikmenn einfaldlega ekki klárir á sínum hlutverkum í liðinu. Það búa 300,000 manns á Íslandi og við eigum að geta teflt fram frambærilegu liði," sagði Gunnar Heiðar. Ólafur Örn Bjarnason segir íslenska liðið búið að vera upp og niður undanfarið en að síðustu tvö ár hafi meira og minna legið niður á við. "Við erum búnir að vera lélegir í tvö ár þannig að menn verða að fara að hugsa sinn gang. Hér áður unnum við alltaf lið eins og Letta," sagði Ólafur og sagðist setja spurningamerki við það hvort Eyjólfur væri rétti maðurinn til að stýra liðinu. Markvörðurinn Árni Gautur Arason var eini leikmaðurinn sem Nettavisen talaði við sem tók upp hanskann fyrir landsliðsþjálfarann. "Ég er ekki ósáttur við Eyjólf og tel ekki að það sé hann sem á að fá skammirnar. Ég held að það séu frekar leikmennirnir sem þurfa að skoða sín mál," sagði Árni. Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Þrír af íslensku landsliðsmönnunum í knattspyrnu gagnrýna Eyjólf Sverrisson landsliðsþjálfara harðlega í grein sem norska netmiðilinn Nettavisen birtir í dag um ástandið á íslenska landsliðinu. Þeir Gunnar Heiðar Þorvaldsson hjá Valerenga, Indriði Sigurðsson hjá Lyn og Ólafur Örn Bjarnason hjá Brann láta allir skoðun sína í ljós í greininni og ef marka má ummæli þeirra hafa þeir gefist upp á landsliðsþjálfaranum eins og þorri stuðningsmanna liðsins. "Ég veit að margir af landsliðsmönnunum vilja breyta til og vilja fá útlendan þjálfara sem sér hlutina öðruvísi," sagði Indriði. "Allir leikmennirnir eru sammála um að árangur liðsins sé alls ekki viðunandi." Gunnar Heiðar Þorvaldsson segir að úrslitin í síðustu leikjum tali sínu máli. "Við eigum auðvitað að fara létt með að vinna þjóðir eins og Liechtenstein og þegar við töpum 3-0 fyrir liði á borð við Liechtenstein tala úrslitin sínu máli. Þar voru leikmenn einfaldlega ekki klárir á sínum hlutverkum í liðinu. Það búa 300,000 manns á Íslandi og við eigum að geta teflt fram frambærilegu liði," sagði Gunnar Heiðar. Ólafur Örn Bjarnason segir íslenska liðið búið að vera upp og niður undanfarið en að síðustu tvö ár hafi meira og minna legið niður á við. "Við erum búnir að vera lélegir í tvö ár þannig að menn verða að fara að hugsa sinn gang. Hér áður unnum við alltaf lið eins og Letta," sagði Ólafur og sagðist setja spurningamerki við það hvort Eyjólfur væri rétti maðurinn til að stýra liðinu. Markvörðurinn Árni Gautur Arason var eini leikmaðurinn sem Nettavisen talaði við sem tók upp hanskann fyrir landsliðsþjálfarann. "Ég er ekki ósáttur við Eyjólf og tel ekki að það sé hann sem á að fá skammirnar. Ég held að það séu frekar leikmennirnir sem þurfa að skoða sín mál," sagði Árni.
Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Sport Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira