Enski boltinn

Baines lengur frá en fyrst var talið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leighton Baines í leik með Everton í október síðastliðnum.
Leighton Baines í leik með Everton í október síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images

Varnarmaðurinn Leighton Baines, leikmaður Everton, verður væntanlega frá næstu sex vikurnar.

Baines meiddist í leik Everton og Fulham um helgina og var í fyrstu talið að hann yrði frá í aðeins tvær vikur. David Moyes, stjóri Everton, sagði hins vegar að útlitið væri verra.

„Þetta er áfall fyrir okkur því hann hefur staðið sig svo vel,“ sagði hann í samtali við Liverpool Echo.

Hann mun því missa af leikjum Everton í jóla- og nýárstörninni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×