Lífið

Victoria Beckham fer nakin í bólið

Victoria segist hafa margt annað og þarfara að gera en að sofa þegar hún fer með David í bólið.
Victoria segist hafa margt annað og þarfara að gera en að sofa þegar hún fer með David í bólið.

„Ef maður fer í bólið með David Beckham á hverju kvöldi þá er maður náttúrulega nakin," segir eiginkona hans, Victoria. Hún bendir á að þeir sem fari með David í rúmið hafi eitthvað allt annað og þarfara að gera en að sofa.

Beckham hjónin fluttu til Los Angeles, ásamt þremur ungum sonum sínum, síðastliðið sumar, en þá samdi David við Los Angeles Galaxy knattspyrnuliðið.

„Ég er mjög stolt af því að vera Breti, en það er allt saman mun afslappaðra hérna," segir Victoria jafnframt. „Við fjölskyldan höfum aldrei verið eins hamingjusöm. Ég hreinlega elska Bandaríkin."

Victoria er nú á tónleikaferðalagi með Spice Girls. „Ég vildi að börnin mín sæju að móðir þeirra hafi verið poppstjarna," segir Victoría.

En Victoria segir að hún hafi enga náttúrulega hæfileika. „Mér varð það snemma ljóst að ég yrði aldrei besta söngkonan, besti dansarinn eða besta leikkonan," sagði hún. „Ég hef eiginlega aldrei verið góð í nokkrum sköpuðum hlut, ef ég á að vera hreinskilin," hefur Elle tímaritið eftir henni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.