Enski boltinn

McLeish tekur við Birmingham á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
McLeish er hér kappklæddur á æfingu skoska landsliðsins í Georgíu í síðasta mánuði.
McLeish er hér kappklæddur á æfingu skoska landsliðsins í Georgíu í síðasta mánuði. Nordic Photos / AFP

Fréttastofa BBC greinir frá því í dag að Alex McLeish verði á morgun kynntur fjölmiðlum sem nýr knattspyrnustjóri Birmingham.

Skysports greindi frá því fyrr í dag að Birmingham hafi greitt skoska knattspyrnusambandinu þá upphæð sem samningur hans kvað á um að þyrfti að greiða svo honum væri heimilt að fara til annars félags.

BBC segir að McLeish hafi þegar sagt upp starfi sínu sem landsliðsþjálfari Skota.

Steve Bruce hætti hjá Birmingham og tók við liði Wigan á dögunum. Annar úrvalsdeildarþjálfari, Billy Davies hjá Derby, var rekinn í gær og er hann nú talinn einn þeirra sem komi sem greina sem eftir maður McLeish hjá skoska landsliðinu.

Skotland leikur í sama riðli og Ísland í undankeppni HM 2010.

McLeish tók við starfi landsliðsþjálfara Skota í janúar síðastliðnum.

Birmingham hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×