Enski boltinn

Wenger: Ég skal finna nýjan landsliðsþjálfara

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger hefur boðist til þess að rétta enska knattspyrnusambandinu hjálparhönd við að finna nýjan landsliðsþjálfara. Hann segist hafa mjög sterkar hugmyndir um eftirmann Steve McClaren, en heldur þeim leyndum.

"Ég er alltaf tilbúinn að hjálpa ef ég get. Ef knattspyrnusambandið vill mína skoðun er því velkomið að leita til mín, en ég gef ekki upp hver skoðun mín er," sagði Wenger í samtali við Sun.

Sambandið mun leita til manna eins og Wenger og Sir Alex Ferguson áður en það tekur næsta skref í þjálfaraleitinni og hefur yfirmaður sambandsins viðurkennt að hafa ráðfært sig við Ferguson áður en hann réði Steve McClaren á sínum tíma.

Brian Barwick hefur enda gefið það út að hann muni eiga fund með Wenger og fleirum þegar hann kemur heim frá Durban þar sem dregið verður í rðla í undankeppni HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×