Enski boltinn

Sven lætur City-menn glíma

Þessi sjón blasir nú við á æfingasvæði Manchester City
Þessi sjón blasir nú við á æfingasvæði Manchester City NordicPhotos/GettyImages

Sænski knattspyrnustjórinn Sven-Göran Eriksson hefur oft beitt frumlegum aðferðum við að koma leikmönnum sínum í gott form. Hann lætur leikmenn Manchester City æfa grísk-rómverska glímu til að bæta þol og styrk.

Eriksson beitti þessari sömu æfingatækni þegar hann var þjálfari Lazio á sínum tíma ef marka má frétt breska blaðsins Sun og sagt er að þetta góð líkamsrækt til að styrkja mannskapinn.

Heimildamaður Sun segir að leikmenn City hafi allir skellt upp úr þegar Sven sagði þeim að glíma, en enginn þeirra hafi hlegið eftir 20 mínútur af þessum erfiðu átökum.

Sven-Göran er líka sagður láta leikmenn sína stunda jóga og þá beitir hann líka ísböðunum skelfilegu sem Guðjón Þórðarson notaði með góðum árangri á Skaganum í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×