Lífið

Fyrrum kærasta krónprinsins kjörin á þing

 

Malou Aamund fyrrum kærasta Friðriks krónprins Danmerkur var kjörin á þing í gærkvöldi. Malou var í fyrsta sæti fyrir hinn nýja flokk, Ny Alliance, á Norður-Sjálandi.

 

Danskir fjölmiðlar sem fjalla um Malou segja m.a. að nú geti hún endurnýjað kynnin við krónprinsinn, það er þegar þingið verður sett að nýju.

 

Og þess má geta að þingmaður með eftirnafnið Ellemann er aftur kominn á danska þingið. Það er Karen Ellemann, dóttur Uffe Ellemann-Jensen fyrrum utanríkisráðherra Danmerkur. Karen tilheyrir Venstre, flokki Anders Fogh forsætisráðherra og bauð sig fram í Kaupmannahöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.