Lífið

Plata Páls Óskars rýkur út

Plata Páls Óskar, Allt fyrir ástina, hefur selst afar vel.
Plata Páls Óskar, Allt fyrir ástina, hefur selst afar vel.

Allt fyrir ástina, ný plata Páls Óskar Hjálmtýssonar, er ófáanleg í íslenskum plötubúðum í dag. Þúsund eintök, sem fóru í sölu á föstudag, er búin.

"Ég sit nú bara sveittur ásamt Moniku og tveimur vinum við að föndra þúsund eintök af plötunni. Hún er ófáanleg as we speak," segir Páll Óskar í samtali við Vísi en hann vonast til að koma nýjum eintökum í búðir í fyrramálið.

Páll Óskar segist vera himinlifandi yfir viðtökum plötunnar en hann á von á fimm þúsund eintökum í viðbót frá Austurríki strax eftir helgi. Hann mun halda útgáfutónleika á NASA næstkomandi laugardag og lofar miklu stuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.