Íslenski boltinn

Björgólfur verður áfram hjá KR

Mynd/AntonBrink

Framherjinn Björgólfur Takefusa ætlar að vera áfram í herbúðum KR í Landsbankadeildinni næsta sumar og skrifar væntanlega undir nýjan samning við félagið fljótlega.

Þetta staðfesti Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR í samtali við Vísi síðdegis. Hann staðfesti einnig að Ágúst Gylfason yrði ekki hjá félaginu næsta sumar, en hann mun ætla sér að spila með nýliðum Fjölnis næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×