30 milljónir söfnuðust eftir Kompásþátt Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 25. október 2007 13:00 Um 30 milljónir söfnuðust eftir sýningu Kompásþáttar í vor þar sem hjálparstarf ABC barnahjálpar í Kenýa var til umfjöllunar. Fjárframlögin breyttu miklu fyrir samtökin og nú eiga 340 börn bjartari framtíð fyrir höndum í landinu. Þó er enn þörf á mikilli hjálp til að sinna þeim verkefnum sem eru á döfinni að sögn Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur formanns ABC barnahjálpar. Fjárhæðin sem safnaðist er ekki minni en í mörgum landssöfnunum sem haldnar hafa verið hér á landi. Til viðmiðunar söfnuðust 37 milljónir í landssöfnun Rauða krossins á síðasta ári. Það er því ljóst að umfjöllum Kompáss hafði mikil áhrif. „Við sem vinnum að þessum þætti erum afar stolt af því að þátturinn skuli hafa vakið svona viðbrögð," sagði Ingi R. Ingason framleiðandi Kompás. Hann segir það vilja hópsins að búa til efni sem hreyfi við fólki hvort sem það sé innanlands sem utan. „Við viljum vekja athygli á málum sem eiga það skilið." Guðrún Margrét segir ekki alla fjárhæðina renna til Kenýa. Hluti fjárhæðarinnar sé bundinn í sérstökum verkefnum. Þannig sé fimmtán milljóna króna framlag Atorku Group sem dæmi bundið í verkefni í Burkina Faso. Fyrirtækið hafði áhuga á að leggja grunninn í nýju landi. Átta milljónir eru eyrnamerktar byggingu skóla á landi sem samtökin keyptu fyrir utan Naíróbí. Fjögur hús eru leigð undir börnin 200 á vegum samtakanna auk þess sem Þórunn leigir sjálf hús fyrir sig og fjölskylduna og hefur tekið inn á sig fjögur börn. „Samt vantar dýnur og ýmislegt fleira, og við berjumst í bökkum alla daga til að ná endum saman," sagði Guðrún. ABC barnahjálp styður tæplega 8.700 börn í Indlandi, Pakistan, Filippseyjum, Úganda, Kenýa og Líberíu. Börnunum hefur fjölgað um 2.200 á þessu ári. Samtökin eru einnig að hefja verkefni í þremur löndum til viðbótar, en þau eru Senegal Benin og Gínea-Bissau. Eins og fyrr segir er enn þörf á stuðningsaðilum fyrir mörg börn á vegum samtakanna. Hér má nálgast heimasíðu ABC barnahjálpar þar sem hægt er að velja barn til að styðja. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Um 30 milljónir söfnuðust eftir sýningu Kompásþáttar í vor þar sem hjálparstarf ABC barnahjálpar í Kenýa var til umfjöllunar. Fjárframlögin breyttu miklu fyrir samtökin og nú eiga 340 börn bjartari framtíð fyrir höndum í landinu. Þó er enn þörf á mikilli hjálp til að sinna þeim verkefnum sem eru á döfinni að sögn Guðrúnar Margrétar Pálsdóttur formanns ABC barnahjálpar. Fjárhæðin sem safnaðist er ekki minni en í mörgum landssöfnunum sem haldnar hafa verið hér á landi. Til viðmiðunar söfnuðust 37 milljónir í landssöfnun Rauða krossins á síðasta ári. Það er því ljóst að umfjöllum Kompáss hafði mikil áhrif. „Við sem vinnum að þessum þætti erum afar stolt af því að þátturinn skuli hafa vakið svona viðbrögð," sagði Ingi R. Ingason framleiðandi Kompás. Hann segir það vilja hópsins að búa til efni sem hreyfi við fólki hvort sem það sé innanlands sem utan. „Við viljum vekja athygli á málum sem eiga það skilið." Guðrún Margrét segir ekki alla fjárhæðina renna til Kenýa. Hluti fjárhæðarinnar sé bundinn í sérstökum verkefnum. Þannig sé fimmtán milljóna króna framlag Atorku Group sem dæmi bundið í verkefni í Burkina Faso. Fyrirtækið hafði áhuga á að leggja grunninn í nýju landi. Átta milljónir eru eyrnamerktar byggingu skóla á landi sem samtökin keyptu fyrir utan Naíróbí. Fjögur hús eru leigð undir börnin 200 á vegum samtakanna auk þess sem Þórunn leigir sjálf hús fyrir sig og fjölskylduna og hefur tekið inn á sig fjögur börn. „Samt vantar dýnur og ýmislegt fleira, og við berjumst í bökkum alla daga til að ná endum saman," sagði Guðrún. ABC barnahjálp styður tæplega 8.700 börn í Indlandi, Pakistan, Filippseyjum, Úganda, Kenýa og Líberíu. Börnunum hefur fjölgað um 2.200 á þessu ári. Samtökin eru einnig að hefja verkefni í þremur löndum til viðbótar, en þau eru Senegal Benin og Gínea-Bissau. Eins og fyrr segir er enn þörf á stuðningsaðilum fyrir mörg börn á vegum samtakanna. Hér má nálgast heimasíðu ABC barnahjálpar þar sem hægt er að velja barn til að styðja.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira