Innlent

Stóð úti á svölum og öskraði

Lögregla var kölluð að fjölbýlishúsi í Kópavogi upp úr miðnætti, þar sem kona var út á svölum og öskraði. Hún tjáði lögreglumönnunum að hún birgði svo mikla reiði inni í sér að hún yrði að öskra, hverju sem tautaði og raulaði.

Lögreglumennirnir höfðu skilning á því og buðu henni í bíltúr út fyrir bæinn til að klára málilð, sem hún þáði. Eftir að hafa öskrað nokkra stund uppi í Heiðmörk, var hún tilbúin til að fara heim að sofa, og hefur ekki verið kvartað meira undan henni síðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.