Fótbolti

Eiður orðinn markahæstur

NordicPhotos/GettyImages

Eiður Smári Guðjohnsen kom íslenska landsliðinu í 1-0 gegn Lettum snemma leiks á Laugardalsvellinum í dag. Þar með er fyrirliðinn orðinn markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Eiður hefur skorað 18 mörk, en Ríkharður Jónsson skoraði 17 mörk á ferlinum og átti gamla metið.

Fylgst er með gangi mála í leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×