Eyjólfur: Sækjum upp kantana 12. október 2007 14:16 Eyjólfur verður án Hermanns Hreiðarssonar á morgun þegar hann tekur út leikbann Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari segir að íslenska liðið muni leggja áherslu á að sækja upp kantana þegar það tekur á móti Lettum í undankeppni EM á morgun. Hann vill ólmur ná sigri í síðasta heimaleik liðsins í keppninni. "Æfingarnar hafa gengið mjög vel þó hafi verið nokkuð hvasst. Ástandið á hópnum er nokkuð gott en það er smá vandamál með Veigar Pál sem við eigum eftir að skoða með læknunum," sagði Eyjólfur á blaðamannafundi á Loftleiðum eftir hádegið. Hann ætlar ekki að tilkynna 18 manna hóp sinn eða byrjunarlið fyrr en í fyrramálið. "Þessi leikur leggst mjög vel í mig og mér finnst mikilvægt að halda því leikskipulagi og anda sem verið hefur í síðustu leikjum. Þetta er síðasti heimaleikurinn okkar í þessari keppni og við erum staðráðnir í því að standa okkur vel og kveðja með stæl," sagði Eyjólfur. Hann á ekki von á því að fjarvera Hermanns Hreiðarssonar skapi óöryggi í varnarleik íslenska liðsins. "Það kemur bara maður í manns stað," sagði Eyjólfur og segist ekki vera búinn að ákveða hver leysir Hermann af hólmi. "Það gæti vel verið að það yrði bara hægrifótarmaður og hreinn varnarmaður. Ég á bara eftir að skoða það." Eyjólfur segist ætla að sækja upp kantana á lið Letta á morgun. "Ég sá Lettana spila 4-4-2 á móti Spánverjum og þar voru þeir inni í leiknum allan tímann, ógnuðu Spánverjum og voru mjög góðir. Við vorum allt of opnir á móti þeim í fyrri leiknum og þar nýttu þeir sín færi og við ekki. Það var munurinn. Við vorum allt of gráðugir á móti þeim úti og verðum að vera þolinmóðari á morgun." "Lettarnir eru dáltíð líkir Norður-Írunum að mörgu leiti og ég reikna með hörkuleik. Við munum sækja upp kantana á þá og það gæti komið til greina að liðsuppstillingin taki eitthvað mið af því," sagði Eyjólfur. "Þeirra helsti styrkleiki er að þeir eru með fljóta menn og geta sótt hratt. Þetta er gott lið og ég vara við því að menn séu með neinn hroka út í þetta lið því þeir unnu okkur jú 4-0 í fyrri leiknum. Við erum hinsvegar ekkert hræddir við þá og ætlum ekki að taka á þeim með neinum vettlingatökum." Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari segir að íslenska liðið muni leggja áherslu á að sækja upp kantana þegar það tekur á móti Lettum í undankeppni EM á morgun. Hann vill ólmur ná sigri í síðasta heimaleik liðsins í keppninni. "Æfingarnar hafa gengið mjög vel þó hafi verið nokkuð hvasst. Ástandið á hópnum er nokkuð gott en það er smá vandamál með Veigar Pál sem við eigum eftir að skoða með læknunum," sagði Eyjólfur á blaðamannafundi á Loftleiðum eftir hádegið. Hann ætlar ekki að tilkynna 18 manna hóp sinn eða byrjunarlið fyrr en í fyrramálið. "Þessi leikur leggst mjög vel í mig og mér finnst mikilvægt að halda því leikskipulagi og anda sem verið hefur í síðustu leikjum. Þetta er síðasti heimaleikurinn okkar í þessari keppni og við erum staðráðnir í því að standa okkur vel og kveðja með stæl," sagði Eyjólfur. Hann á ekki von á því að fjarvera Hermanns Hreiðarssonar skapi óöryggi í varnarleik íslenska liðsins. "Það kemur bara maður í manns stað," sagði Eyjólfur og segist ekki vera búinn að ákveða hver leysir Hermann af hólmi. "Það gæti vel verið að það yrði bara hægrifótarmaður og hreinn varnarmaður. Ég á bara eftir að skoða það." Eyjólfur segist ætla að sækja upp kantana á lið Letta á morgun. "Ég sá Lettana spila 4-4-2 á móti Spánverjum og þar voru þeir inni í leiknum allan tímann, ógnuðu Spánverjum og voru mjög góðir. Við vorum allt of opnir á móti þeim í fyrri leiknum og þar nýttu þeir sín færi og við ekki. Það var munurinn. Við vorum allt of gráðugir á móti þeim úti og verðum að vera þolinmóðari á morgun." "Lettarnir eru dáltíð líkir Norður-Írunum að mörgu leiti og ég reikna með hörkuleik. Við munum sækja upp kantana á þá og það gæti komið til greina að liðsuppstillingin taki eitthvað mið af því," sagði Eyjólfur. "Þeirra helsti styrkleiki er að þeir eru með fljóta menn og geta sótt hratt. Þetta er gott lið og ég vara við því að menn séu með neinn hroka út í þetta lið því þeir unnu okkur jú 4-0 í fyrri leiknum. Við erum hinsvegar ekkert hræddir við þá og ætlum ekki að taka á þeim með neinum vettlingatökum."
Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira