Fótbolti

Við erum ekki sexí, við erum Englendingar

Joe Cole
Joe Cole NordicPhotos/GettyImages

Joe Cole, leikmaður Chelsea og enska landsliðsins, segir að það þýði ekkert fyrir félaga sína að reyna að leika "sexí" fótbolta eins og Brasilíumenn, þeir séu jú Englendingar.

Steve McClaren landsliðsþjálfari lagði upp með það þegar hann tók við landsliðinu að reyna að efla spilamennsku liðsins, en það gekk ekkert sérstaklega vel í fyrstu leikjunum.

Í síðustu tveimur leikjum hefur enska liðið spilað kunnuglegri bolta þar sem kraftur, barátta og lengri sendingar hafa ráðið ríkjum. Úrslitin létu ekki á sér standa og tveir góðir sigrar komu í hús. Þetta kemur Joe Cole ekki á óvart.

"Það þýðir ekkert fyrir okkur að ætla í einhverja samba-takta. Við erum Englendingar en ekki Brasilíumenn. Við verðum að gera það sem við gerum best og í síðustu fjórum leikjum höfum ivð gert það. Við lentum í vandræðum með óhagstæðum úrslitum í fyrra og megum í raun þakka fyrir að vera enn í séns með að komast áfram," sagði Cole í samtali við Daily Mail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×