Erlent

Stærsta dómsátt Bandaríkjanna

Stærsta dómsátt í sögu Bandaríkjanna er nú staðreynd eftir að fyrirtækið American Electric Power féllst á að eyða sem svarar til tæpum 250 milljörðum króna í uppsetingu á nýjum mengunarvarnabúnaði.

Búnaðurinn verður settur upp við orkuvinnslustöðvar fyrirtækisins í fimm fylkjum þar sem kol eru notuð við rafmagnsframleiðslu. Málarekstur dómsmálaráðuneytisins gegn American Electric Power og sex öðrum orkufyrirtækjum hófst fyrir átta árum síðan en þau voru ákærð fyrir mengun andrúmslofts langt umfram það sem löglegt er í Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×