Enski boltinn

Frábær sigur hjá City

Martin Petrov fagnar marki sínu fyrir City í dag
Martin Petrov fagnar marki sínu fyrir City í dag NordicPhotos/GettyImages

Lærisveinar Sven-Göran Eriksson í Manchester City sýndu sínar bestu hliðar á heimavelli í dag þegar þeir unnu verðskuldaðan 3-1 sigur á Newcastle í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Gestirnir frá Newcastle byrjuðu vel og komust yfir með marki frá Obafemi Martins eftir um hálftíma leik. Búlgarinn Martin Petrov náði að jafna fyrir gestina fyrir hlé og var leikurinn mjög fjörugur og skemmtilegur.

Síðari hálfleikurinn var svo eign Manchester City og Martin Petrov var aftur á ferðinni strax eftir tvær mínútur þegar hann lagði upp mark fyrir Emile Mpenza. Það var svo Brasilíumaðurinn Elano sem tryggði City sigur með stórglæsilegu þrumuskoti beint úr aukaspyrnu þremur mínútum fyrir leikslok.

Manchester City er því komið í annað sæti úrvalsdeildarinnar með 16 stig eftir 8 leiki en Newcastle situr í fimmta sætinu með 11 stig eftir sjö leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×