Óskapleg einföldun að evran leysi öll mál 28. september 2007 14:36 Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það óskaplega einföldun á flóknum veruleika að það leysi öll vandamál að kasta krónunni. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi Samtaka fiskvinnuslustöðva í dag. Einar fjallaði meðal annars um áhrif niðurskurðar þorskkvóta á efnahagslífið og sagðist hafa tekið ákvörðunina með framtíðarhagsmuni að leiðarljós, ekki af einhverri meinbægni en eins og stundum hefði mátt skilja af umræðunni. Hann sagði vandasamt að stýra íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum við þessar aðstæður því sjávarútvegurinn hefði úr minna hráefni að moða. Markaðsaðstæður væru hins vegar hagfelldar og tekist hefði á síðustu árum á ævintýralegan hátt að búa til meiri verðmæti úr minna hráefni. Ekki kasta króunni á forsendum stórfyrirtækja Einar fjallaði töluvert um evruumræðuna að undanförnu og sagði það öfugmæli þegar haft væri er á orði að tímabært væri að hefja upplýsta umræðu um kosti og galla upptöku evru hér á landi. Um fátt hefði verið meira ritað og rætt. „Hitt er annað mál að umræðan um að kasta íslensku krónunni hefur oftar en ekki einkennst af einhverri óskhyggju um að það kynni að leysa öll heimsins vandamál. Vöruverð hér myndi lækka, draga úr gengissveiflum og betri skilyrði skapast fyrir íslenskt atvinnulíf. Þetta er óskapleg einföldun á flóknum veruleika. Ég held að flestir þeir sem rætt hafa þessi mál við fólk frá löndum sem horfið hafa frá eigin mynt þekki að víðast hvar hefur það leitt til tímabundinna verðhækkana, að minnsta kosti að mati almennings." Sagði Einar að hagstjórnarvandinn yrði ekki úr sögunni þótt skipt yrði um gjaldmiðil. Íslendingar hefðu þvert á móti þurft að beita gríðarlega hörðum aðgerðum í ríkisfjármálum undanfarna mánuði ef þeir hefðu tekið upp evru. „Við hefðum örugglega orðið að draga mjög úr útgjöldum ríkisins til að minnka þensluna hér innanlands sem hefði trúlegast haft áhrif á atvinnustig, laun opinberra starfsmanna og þjónustu hins opinbera með einhverjum hætti," sagði Einar. Ráðherra kallaði eftir vandaðri umræðu og sagði að þjóðin ætti ekki að varpa frá sér krónunni á þeirri forsendu að íslensk stórfyrirtæki sem sæki tekjur sínar að miklu leyti til útlanda og séu umsvifamikil erlends, teldu sér henta að slíta tengslin við Ísland og krónuna. Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það óskaplega einföldun á flóknum veruleika að það leysi öll vandamál að kasta krónunni. Þetta kom fram í ræðu hans á aðalfundi Samtaka fiskvinnuslustöðva í dag. Einar fjallaði meðal annars um áhrif niðurskurðar þorskkvóta á efnahagslífið og sagðist hafa tekið ákvörðunina með framtíðarhagsmuni að leiðarljós, ekki af einhverri meinbægni en eins og stundum hefði mátt skilja af umræðunni. Hann sagði vandasamt að stýra íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum við þessar aðstæður því sjávarútvegurinn hefði úr minna hráefni að moða. Markaðsaðstæður væru hins vegar hagfelldar og tekist hefði á síðustu árum á ævintýralegan hátt að búa til meiri verðmæti úr minna hráefni. Ekki kasta króunni á forsendum stórfyrirtækja Einar fjallaði töluvert um evruumræðuna að undanförnu og sagði það öfugmæli þegar haft væri er á orði að tímabært væri að hefja upplýsta umræðu um kosti og galla upptöku evru hér á landi. Um fátt hefði verið meira ritað og rætt. „Hitt er annað mál að umræðan um að kasta íslensku krónunni hefur oftar en ekki einkennst af einhverri óskhyggju um að það kynni að leysa öll heimsins vandamál. Vöruverð hér myndi lækka, draga úr gengissveiflum og betri skilyrði skapast fyrir íslenskt atvinnulíf. Þetta er óskapleg einföldun á flóknum veruleika. Ég held að flestir þeir sem rætt hafa þessi mál við fólk frá löndum sem horfið hafa frá eigin mynt þekki að víðast hvar hefur það leitt til tímabundinna verðhækkana, að minnsta kosti að mati almennings." Sagði Einar að hagstjórnarvandinn yrði ekki úr sögunni þótt skipt yrði um gjaldmiðil. Íslendingar hefðu þvert á móti þurft að beita gríðarlega hörðum aðgerðum í ríkisfjármálum undanfarna mánuði ef þeir hefðu tekið upp evru. „Við hefðum örugglega orðið að draga mjög úr útgjöldum ríkisins til að minnka þensluna hér innanlands sem hefði trúlegast haft áhrif á atvinnustig, laun opinberra starfsmanna og þjónustu hins opinbera með einhverjum hætti," sagði Einar. Ráðherra kallaði eftir vandaðri umræðu og sagði að þjóðin ætti ekki að varpa frá sér krónunni á þeirri forsendu að íslensk stórfyrirtæki sem sæki tekjur sínar að miklu leyti til útlanda og séu umsvifamikil erlends, teldu sér henta að slíta tengslin við Ísland og krónuna.
Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Sjá meira