Enski boltinn

Usmanov eykur hlut sinn í Arsenal

NordicPhotos/GettyImages

Rússneski milljarðamæringurinn Alisher Usmanov hefur nú keypt aukinn hlut í enska knattspyrnufélaginu Arsenal. Breska sjónvarpið greinir frá því í morgun að hann hafi keypt bréf í félaginu fyrir um 6 milljónir punda og eigi því fyrir vikið um 23% hlut í félaginu.

Félag Usmanov, Red and White Holdings, hefur því aukið hlut sinn í Arsenal um ein 2%. Rússinn sagði í síðustu viku að hann vildi eignast að minnsta kosti 25% í félaginu, en í þessari viku sýndi Arsenal fram á hvorki meira né minna en 46% tekjuaukningu sem að mestu má rekja til nýja heimavallarins.

Usmanov er stjáljöfur sem metinn er á rúma 5,5 milljarða punda og keypti fyrst hlut David Dein í Arsenal fyrir um 75 milljónir punda. Það var 14,65% hlutur í félaginu. Nái hann að eignast 30% hlut, getur hann reynt formlegt yfirtökutilboð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×