Enski boltinn

Knattspyrnusambandið kærir Chelsea

AFP

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Chelsea fyrir að hafa ekki hemil á leikmönnum sínum í tapinu gegn Manchester United um síðustu helgi. Þá hefur aðstoðarstjórinn Steve Clarke einnig verið kærður fyrir ósæmilegan munnsöfnuð við dómara leiksins.

Ólæti gripu um sig á vellinum í kjölfar þess að Mike Dean dómari vísaði John Obi Mikel af velli í fyrri hálfleik. Chelsea áfrýjaði rauða spjaldinu sem Mikel fékk, en því var vísað frá.

John Terry var talinn eiga yfir höfði sér bann eftir að hann greip í rauða spjaldið sem Dean sýndi Mikel, en svo virðist sem hann sleppi með skrekkinn. Chelsea hefur fengið frest til 12. október til að svara fyrir sig í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×