Enski boltinn

Mourinho-æði í Portúgal

NordicPhotos/GettyImages

Allt fór á annan endann í Portúgal í gær þegar knattspyrnustjórinn Jose Mourinho sneri eftur heima eftir að hafa hætt hjá Chelsea. Fyrrum forsætisráðherra landsins móðgaðist og hætti við að gefa sjónvarpsviðtal eftir að það var truflað vegna heimkomu hins einstaka.

"Þetta land er að missa glóruna," sagði Santana Lopes, fyrrum forsætisráðherra. "Fólk verður að fara að læra," bætti hann við og stormaði úr viðtali sem var verið að taka við hann eftir að skipt var úr viðtalinu yfir í beina útsendingu frá flugvellinum við komu Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×