Enski boltinn

Abramovich bauð mér að taka við Chelsea

NordicPhotos/GettyImages

Guus Hiddink, landsliðsþjálfari Rússa í knattspyrnu, hefur viðurkennt að Roman Abramovich hafi boðið sér knattspyrnustjórastöðuna hjá Chelsea.

Þeir Hiddink og Abramovich eru góðir félagar og starfa mikið saman í kring um rússneska landsliðið. Þessi tíðindi varpa skugga á yfirlýsingu Chelsea um að engum öðrum en Avram Grant hafi verið boðið að taka við liðinu.

"Abramovich spurði mig hvað ég vildi gera og ég sagði honum að í augnablikinu vildi ég ekki gera neitt nema einbeita mér að því að þjálfa rússneska landsliðið. Ég vil klára það verkefni en eftir það er aldrei að vita hvað gerist," sagði hinn sextugi Hiddink.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×