Enski boltinn

Almunia: Sætið er mitt

NordicPhotos/GettyImages

Spænski markvörðurinn Manuel Almunia segist staðráðinn í að halda byrjunarliðssæti sínu hjá Arsenal. Hann hefur staðið sig vel síðan Jens Lehmann meiddist í upphafi leiktíðar, en þýski markvörðurinn hafði gert nokkur slæm mistök í fyrstu leikjunum áður en hann meiddist.

"Nú get ég loksins sagt að ég sé að njóta lífsins í London og ég tel að byrjunarliðssætið sé mitt. Nú verð ég bara að halda því með öllum kröftum - nú er minn tími kominn," sagði Almunia í samtali við Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×