Enski boltinn

Stelios skaut Bolton áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Leikmenn Bolton fagna marki Danny Guthrie í kvöld.
Leikmenn Bolton fagna marki Danny Guthrie í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Grikkinn Stelios Giannakopoulos var hetja Bolton í kvöld er hann tryggði liði sínu 2-1 sigur gegn Bolton í framlengdum leik liðanna í ensku deildabikarkeppninni.

Stelios var búinn að vera inn á vellinum sem varamaður í einungis fimm mínútur þegar hann skoraði markið.

Daniel Guthrie kom Bolton yfir í leiknum en David Healy jafnaði metin áður en venjulegum leiktíma lauk.

Eftirfarandi lið eru komin í fjórðu umferð keppninnar sem eru sextán liða úrslit:

Arsenal, Blackpool, Portsmouth, Luton, Manchester City, Liverpool, Sheffield United, Cardiff, Leicester, Chelsea, Everton, West Ham, Blackburn, Bolton, Coventry og Tottenham.

Sjá einnig:

United tapaði fyrir Coventry

Fyrsti sigur Chelsea undir stjórn Grant




Fleiri fréttir

Sjá meira


×