Enski boltinn

United tapaði fyrir Coventry

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stephen Hughes, leikmaður Coventry, og Chris Eagles, leikmaður United, eigast við í kvöld.
Stephen Hughes, leikmaður Coventry, og Chris Eagles, leikmaður United, eigast við í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

„Varalið" Manchester United tapaði í kvöld fyrir Coventry í ensku deildabikarkeppninni, 2-0.

Sir Alex Ferguson stillti upp ungu og óreyndu liði í kvöld eins og hann gerir alltaf í þessari keppni.

Maltverjinn Michael Mifsud skoraði bæði mörk Coventry í kvöld en hann kom til liðsins í sumar frá Lilleström í Noregi.

Blackburn vann í kvöld 3-0 sigur á Birmingham í sömu keppni. David Bentley, Matt Derbyshire og Roque Santa Cruz skoruðu mörk liðsins.

Tottenham vann 2-0 sigur á Middlesbrough með mörkum Gareth Bale og Tom Huddlestone seint í leiknum.

Þá eigast við Fulham og Bolton en staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Daniel Guthrie kom Bolton yfir á 57. mínútu en David Healy jafnaði metin á 78. mínútu.

Framlenging stendur nú yfir þegar þetta er skrifað.

Byrjunarlið Manchester United í kvöld:

Tomasz Kusczak (m)

Anderson

Nani

Gerard Pique

Fanzhuo Dong

John O'Shea

Johnny Evans

Danny Simpson

Phillip Bardsley

Lee Martin

Chris Eagles 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×