Enski boltinn

Reading - Liverpool í beinni í kvöld

Reading tekur á móti Liverpool í kvöld
Reading tekur á móti Liverpool í kvöld NordicPhotos/GettyImages

Átta leikir eru á dagskrá í þriðju umferð enska deildarbikarsins í kvöld og þar af verður slagur Reading og Liverpool sýndur beint á Sýn klukkan 18:40. Reiknað er með að nokkrar breytingar verði á byrjunarliðum beggja liða fyrir leikinn í kvöld.

Þeir Leroy Lita, Bobby Convey, Ulises de la Cruz, Scott Golbourne, Adam Federici, Shane Long, Andre Bikey og Emerse Fae verða þannig allir í liði Reading í kvöld auk James Henry, en óvíst er með þáttöku þeirra Kalifa Cisse og Ibrahima Sonko sem báðir eiga við hnémeiðsli að stríða.

Liverpool verður líka með breytt lið og þar má telja fyrirliða varaliðsins, Jack Hobbs, franska markvörðinn Charles Itandje og miðjumanninn Lucas Leiva frá Brasilíu. Eitthvað af þessum mönnum verða hugsanlega í byrjunarliði Liverpool í kvöld.

Annar stórleikur er í kvöld þar sem Arsenal tekur á móti Newcastle, en þar verða væntanlega mikið breytt lið á ferðinni frá síðasta leik í úrvalsdeildinni. Talið er að Arsenal muni leyfa pólska markverðinum Lukasz Fabianski að spreyta sig milli stanganna og þá gætu þeir Nicklas Bendtner, Lassana Diarra og Emmanuel Eboue fengið að byrja leikinn.

Sam Allardyce verður án þeirra Michael Owen og varnarmannsins Claudio Cacpa sem báðir eru meiddir. Mark Viduka er búinn að ná sér eftir smá meiðsli um helgina en þeir Joey Barton, Emre, Peter Ramage, Damien Duff, Stephen Carr og Celestine Babayaro eru allir á meiðslalista.

Leikir kvöldsins:

Arsenal - Newcastle

Reading - Liverpool

Man City - Norwich

Blackpool - Southend

Burnley - Portsmouth

Luton - Charlton

Sheff Utd - Morecambe

West Brom - Cardiff




Fleiri fréttir

Sjá meira


×