Enski boltinn

Ashton er klár í landsliðið

Dean Ashton er kominn á fullt eftir erfið meiðsli
Dean Ashton er kominn á fullt eftir erfið meiðsli NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Dean Ashton hjá West Ham segist vera alveg tilbúinn ef hann fengi tækifæri með enska landsliðinu fyrir leikina gegn Eistum og Rússum í næsta mánuði. Meiðsli Michael Owen hafa orðið til þess að nafn Ashton er nú komið upp á borðið.

Ashton spilaði sinn fyrsta heila úrvalsdeildarleik fyrir Hamrana á dögunum en síðan hafði hann verið frá keppni síðan í ágúst á síðasta ári eftir að hann ökklabrotnaði í æfingabúðum enska landsliðsins. Hann á enn eftir að fá sinn fyrsta landsleik.

"Ég er kominn í fullkomið form núna. Ég er búinn að ná bæði hraðanum og úthaldinu til baka og er við það að komast í leikform. Það eina sem ég get gert er að spila vel með West Ham og láta landsliðsþjálfarann um rest," sagði Ashton þegar hann var spurður út í landsliðssætið.

"Það yrði draumur að fá að leika með landsliðinu en ég verð að vera þolinmóður - vonandi fæ ég tækifæri fljótlega." 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×