Leikmaður 7. umferðar: Emmanuel Adebayor 24. september 2007 10:08 NordicPhotos/GettyImages Emmanuel Adebayor stal senunni í ensku úrvalsdeildinni aðra helgina í röð þegar hann skoraði þrennu í 5-0 stórsigri Arsenal á Derby. Adebayor er því orðinn markahæstur í deildinni með sex mörk í aðeins fjórum leikjum. Frammistaða Adebayor hefur vakið óskipta athygli í upphafi leiktíðar og hefur hann þegar skorað helming af þeim mörkum sem hann skoraði í öllum keppnum á síðustu leiktíð (12). Adebayor fór hamförum gegn Derby um helgina þar sem varnarmenn gestanna áttu engin svör við hraða hans, tækni og líkamlegum styrk. Hann varð jafnframt fyrsti leikmaðurinn til að skora þrennu á Emirates-vellinum. "Mér varð hugsað til Thierry Henry í dag þegar Adebayor skoraði þriðja markið sitt - því það var dæmigert mark fyrir Henry. Adebayor er samt meira maður sem notar kraft sinn, styrk og hæfileika í loftinu til að skora mörk. Ég er ekki að segja að þeir séu líkir leikmenn, en þó eru atriði í leik þeirra sem eru mjög lík. Emmanuel spilaði mikið við hlið Henry þegar hann var hérna en mér finnst hann vera að ná vel saman við Van Persie," sagði Arsene Wenger um markaskorara sinn. "Adebayor er klókur leikmaður. Hann fylgdist með öðrum leikmönnum í kring um sig og fékk góð ráð frá þeim. Henry kenndi honum mikið. Hann sagði honum að reyna að róa sig aðeins," sagði Wenger. Adebayor var að vonum ánægður með þrennuna sína, þar sem hann sýndi m.a. gríðarlegan styrk sinn í loftinu og gott jafnvægi þar sem hann fékk langa sendingu, tók boltann á brjóstkassann, sneri og skaut. "Það var frábært að skora fyrstu þrennuna á Emirates en ég er alltaf að horfa fram á veginn sem leikmaður. Við Robin vonumst til að þróa með okkur góða samvinnu í framlínunni en það sem mestu máli skiptir er að liðið sé að spila vel og vinna leiki. Það er frábær andi í liðinu og þetta er besta vikan mín síðan ég kom hingað," sagði Adebayor. Billy Davies, stjóri Derby, gat lítið gert eftir 5-0 tap hans manna um helgina og talaði um fátt annað en það hvað leikmenn Arsenal væru góðir eftir leikinn. "Arsenal hefur innan sinna raða marga af bestu leikmönnum í heimi og ég held til að mynda að Adebayor hljóti að vera einn besti framherjinn í heiminum eins og hann er að spila í augnablikinu," sagði Davies eftir að Tógómaðurinn fór afar illa með varnarmann hans. Nafn: Emmanuel Adebayor Fæddur: Lomé á Tógó, 26. febrúar 1984 Félög: Metz, AS Monaco og Arsenal. Númer: 25 Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira
Emmanuel Adebayor stal senunni í ensku úrvalsdeildinni aðra helgina í röð þegar hann skoraði þrennu í 5-0 stórsigri Arsenal á Derby. Adebayor er því orðinn markahæstur í deildinni með sex mörk í aðeins fjórum leikjum. Frammistaða Adebayor hefur vakið óskipta athygli í upphafi leiktíðar og hefur hann þegar skorað helming af þeim mörkum sem hann skoraði í öllum keppnum á síðustu leiktíð (12). Adebayor fór hamförum gegn Derby um helgina þar sem varnarmenn gestanna áttu engin svör við hraða hans, tækni og líkamlegum styrk. Hann varð jafnframt fyrsti leikmaðurinn til að skora þrennu á Emirates-vellinum. "Mér varð hugsað til Thierry Henry í dag þegar Adebayor skoraði þriðja markið sitt - því það var dæmigert mark fyrir Henry. Adebayor er samt meira maður sem notar kraft sinn, styrk og hæfileika í loftinu til að skora mörk. Ég er ekki að segja að þeir séu líkir leikmenn, en þó eru atriði í leik þeirra sem eru mjög lík. Emmanuel spilaði mikið við hlið Henry þegar hann var hérna en mér finnst hann vera að ná vel saman við Van Persie," sagði Arsene Wenger um markaskorara sinn. "Adebayor er klókur leikmaður. Hann fylgdist með öðrum leikmönnum í kring um sig og fékk góð ráð frá þeim. Henry kenndi honum mikið. Hann sagði honum að reyna að róa sig aðeins," sagði Wenger. Adebayor var að vonum ánægður með þrennuna sína, þar sem hann sýndi m.a. gríðarlegan styrk sinn í loftinu og gott jafnvægi þar sem hann fékk langa sendingu, tók boltann á brjóstkassann, sneri og skaut. "Það var frábært að skora fyrstu þrennuna á Emirates en ég er alltaf að horfa fram á veginn sem leikmaður. Við Robin vonumst til að þróa með okkur góða samvinnu í framlínunni en það sem mestu máli skiptir er að liðið sé að spila vel og vinna leiki. Það er frábær andi í liðinu og þetta er besta vikan mín síðan ég kom hingað," sagði Adebayor. Billy Davies, stjóri Derby, gat lítið gert eftir 5-0 tap hans manna um helgina og talaði um fátt annað en það hvað leikmenn Arsenal væru góðir eftir leikinn. "Arsenal hefur innan sinna raða marga af bestu leikmönnum í heimi og ég held til að mynda að Adebayor hljóti að vera einn besti framherjinn í heiminum eins og hann er að spila í augnablikinu," sagði Davies eftir að Tógómaðurinn fór afar illa með varnarmann hans. Nafn: Emmanuel Adebayor Fæddur: Lomé á Tógó, 26. febrúar 1984 Félög: Metz, AS Monaco og Arsenal. Númer: 25
Enski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Sjá meira