Enski boltinn

Fabregas feginn að vera laus við Henry

NordicPhotos/GettyImages

Spænski miðjumaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal segist vera feginn að vera laus við Thierry Henry frá félaginu og segist geta hugsað sér að spila þar í tíu ár í viðbót.

Arsenal situr nú á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og hefur spilað glimrandi fótbolta í síðustu leikjum. Fabregas hefur þar verið algjör lykilmaður og hefur hann t.a.m. skorað í sex leikjum í röð í öllum keppnum.

"Ég sé mig hjá Arsenal næsta áratuginn og elska ensku knattspyrnuna. Hér er spilaður sóknarbolti og mér líður eins og barni sem er að leika sér á götunni," sagði Fabregas. Hann segir að brottför Henry hafi verið góð fyrir félagið.

"Okkur stafaði ógn af Henry og mér fannst hinir leikmennirnir vera dálítið heftir þegar Henry spilaði með okkur - eins og þeir væru alltaf að bíða eftir því hvað hann gerði næsta. Allir sögðu að við yrðum ekki eins góðir þegar Henry færi og ég held að það hafi bara hjálpað okkur," sagði Spánverjinn ungi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×