Enski boltinn

Abramovich kenndi Essien að spila fótbolta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sjáðu, Essien kann bara ekkert í fótbolta!
Sjáðu, Essien kann bara ekkert í fótbolta! Nordic Photos / Getty Images

Roman Abramovich ákvað að veita einhverjum færasta knattspyrnumanni heims kennslustund í fótbolta fyrir framan allt Chelsea-liðið.

Abramovich var alls ekki sáttur við 1-1 jafntefli Chelsea við norsku meistarana í Rosenborg í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöldið.

Eftir leik kom hann inn í búningsklefa Chelsea og taldi sig þurfa að ræða málin við Michael Essien.

Á meðan var Jose Mourinho víðs fjarri þar sem hann var að sinna skyldum sínum gagnvart fjölmiðlamönnum.

Abramovich notaði Andryi Shevchenko sem túlk og sagði Essien að hann hefði átt að dreifa spilinu betur út á kantana í stað þess að spila boltanum upp miðjan völlinn þar sem Norðmennirnir voru sem þéttastir fyrir.

Með skipan Avram Grant í stöðu knattspyrnustjóra Chelsea er fastlega búist við því að Abramovich muni skipta sér mun meira af liðinu en áður fyrr. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×