Enski boltinn

Benitez þögull um Mourinho

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mourinho og Benitez voru engir perluvinir.
Mourinho og Benitez voru engir perluvinir. Nordic Photos / Getty Images

Eins og allir stjórar stóru liðanna í ensku úrvalsdeildinni var Rafael Benitez inntur um viðbrögð við brotthvarfi Jose Mourinho frá Chelsea.

„Allir vita hvers eðlis mitt samband var við hann. Það er betra að segja ekkert," sagði Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool.

Liverpool og Chelsea háðu margar rimmur í bæði ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu. Stjórarnir skiptust oft á skotum í fjölmiðlunum og Benitez sagði margoft að það hafi verið peningur Roman Abramovich sem varð til þess að Chelsea varð enskur meistari árin 2005 og 2006.

„Þessa stundina hef ég meiri áhyggjur af Steve Bruce, stjóra Birmingham," sagði Benitez en Liverpool mætir Birmingham á Anfield á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×