Enski boltinn

Isaksson aftur meiddur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Andreas Isaksson í leik með Manchester City.
Andreas Isaksson í leik með Manchester City. Nordic Photos / Getty Images

Sænski landsliðsmarkvörðurinn Andreas Isaksson meiddist á æfingu með Manchester City í vikunni.

Isaksson var nýbúinn að jafna sig á öðrum meiðslum og ætlaði sér að endurheimta byrjunarliðsstöðu sína af hinum unga Kasper Schmeichel.

„Hann meiddist á hné en ég veit ekki hversu alvarlegt þetta er. Ég gæti þó trúað því að þetta séu smávægileg meiðsli," sagði Tord Grip, aðstoðarþjálfari Sven-Göran Eriksson, í samtali við Expressen í Svíþjóð.

Svíar hafa nú miklar áhyggjur af því að Isaksson missi af næstu landsleikjum Svía í undankeppni EM 2008.

Svíar eru í riðli með Íslendingum og standa vel að vígi. Liðið mætir næst Liechtenstein á útivelli og Norður-Írum á heimavelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×