Enski boltinn

Wenger mun sakna Mourinho

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sjáumst síðar, Arsene!
Sjáumst síðar, Arsene!

Arsene Wenger, stjóri Arsenal og einn „erkióvina" Jose Mourinho, segir að enska úrvalsdeildin verði ekki söm án hans.

„Fréttirnar komu mér mjög mikið á óvart eins og öllum öðrum. Ég er viss um að eitthvað sem átti sér stað innan félagsins hafi orsakað þetta.“

Wenger sagði að samband knattspyrnustjóra við félagið væri eins og hjónaband.

„Eins og með öll hjónabönd vita utanaðkomandi ekki hvað á sér stað í raun og veru í sambandinu.“

Wenger sagði að Mourinho hafi náð frábærum árangri með Chelsea og hans yrði saknað í ensku úrvalsdeildinni.

Wenger og Mourinho elduðu oft grátt silfur saman en sá fyrrnefndi segir að þeir hafi verið nánir.

„Við verðum að viðurkenna að þeir unnu okkur nokkrum sinnum og voru kannski betri en við í nokkrum leikjum undanfarin þrjú ár.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×