Enski boltinn

Jói Kalli líklega í byrjunarliði Burnley

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jóhannes Karl Guðjónsson er eini Íslendingurinn í ensku B-deildinni.
Jóhannes Karl Guðjónsson er eini Íslendingurinn í ensku B-deildinni. Nordic Photos / Getty Images

Jóhannes Karl Guðjónsson verður af öllum líkindum í byrjunarliði Burnley sem mætir Bristol City um helgina.

Tveir miðvallarleikmenn Burnley, Alan Mahon og Chris McCann, eiga við meiðsli að stríða og eru tæpir fyrir leikinn um helgina.

Jóhannes Karl kom inn á sem varamaður á 73. mínútu fyrir McCann í 2-0 sigurleik Burnley á Sheffield Wednesday á þriðjudaginn.

Hann hefur ekki verið í byrjunarliði Burnley síðan honum var skipt út af í hálfleik í viðureign Burnley við Oldham í ensku deildarbikarkeppninni þann 28. ágúst. 

Burnley er í sjötta sæti ensku B-deildarinnar en Bristol City í öðru sæti. Burnley á þó leik til góða á önnur lið í toppbaráttunni en tvö stig skilja liðin að í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×