Enski boltinn

Ferguson: Mikil vonbrigði fyrir knattspyrnuheiminn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ferguson og Mourinho ræða saman fyrir leik United og Chelsea um Samfélagsskjöldinn í sumar.
Ferguson og Mourinho ræða saman fyrir leik United og Chelsea um Samfélagsskjöldinn í sumar. Nordic Photos / AFP

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að fráhvarf Jose Mourinho frá Chelsea séu mikil vonbrigði fyrir knattspyrnuheiminn.

United mætir einmitt Chelsea á sunnudag í fyrsta leik síðarnefnda liðsins eftir að Mourinho hætti hjá félaginu.

„Hann var frábær kostur fyrir Chelsea og fótboltaheiminn,“ sagði Ferguson. „Aðkoma hans að fótboltanum var fersk og ég naut samkeppninnar við hann. Ég óska honum alls góðs."

Fyrstu kynni Mourinho og Ferguson voru í Meistaradeild Evrópu þegar Mourinho var stjóri Porto. Þá var Ferguson allt annað en sáttur við kappann og neitaði að taka í hönd hans í lok leiksins.

„Hann náði óviðjafnanlegum árangri og það verður erfitt fyrir hvern sem er að fylla í hans skarð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×